Signet

Spurningar og svör um Signet

Nei, enn sem stendur er eingöngu hægt að hlaða inn PDF skjölum. Við viljum þó benda á að einfalt er að breyta Word skjölum í PDF með því að velja "Vista sem" og velja skráarsnið PDF.

Nei, það er engin takmörk á því hve margir undirritendur eru á hverju skjali.

Nei, ekki er hægt að breyta skjalinu eftir að undirritunarferlið er hafið.

Undirritun er tengd ákveðnum einstakling út frá skilríki hvort heldur er á korti eða síma. Þannig getur eingöngu handhafi skilríkisins undirritað.

Þá ferðu í skjalalistann og velur að hlaða niður skjali með því að velja tákn sem auðkennir niðurhal:

Þá hleðst skjalið niður, því næst getur þú opnað skjalið með því að velja "Open" í vafranum:

Næst er hægri smellt á skjalið og valið "Save as" og skjalið vistað:

Eftir að þú hefur auðkennt þig inn í Signet smellir þú á nafnið þitt efst á síðunni. Þá getur þú breyta upplýsingum um síma og netfang.


Signet keyrir á öllum helstu stýrikerfum sem erum með vafra (sjá spurningum Styður Signet alla vafra). Undirritun með skilríki á korti virkar eingöngu á Windows stýrikerfum. Ef þú ert með skilríki á farsíma þá er hægt að undirrita á flestum stýrikerfum hvort heldur er um að ræða tölvu eða snjalltæki.

Signet styður alla helstu vafra sbr. Chrome, Safari, Internet Explorer, Firefox og Opera hvort heldur um er að ræða tölvur eða snjalltæki.

Já,
Fyrir aðila sem vilja samþætta undirritunarvirkni inn í vefsvæði eða kerfi viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar þá býður Signet upp á vefþjónustulag sem hægt er að forrita á móti. Vefþjónustulagið býður upp á ferns konar virkni.

1) Signet Cloud
PDF skjöl sem á að undirrita ásamt upplýsingum um undirritendur eru send undirritun í gegnum vefþjónustur yfir til Signet þar sem skjölin eru dulrituð og vistuð. Þegar skjölin eru komin inn í Signet fá undirritendur tölvupóst um að þeirra bíði skjal til undirritunar. Undirritendur smella á tengil í tölvupóstinum við það eru undirritendurnir sendir inn á Signet vefinn þar sem þeir geta skoðað og undirritað viðkomandi skjal. Þegar allir hlutaðeigandi hafa undirritað skjalið eru vefþjónustuskilin nýtt til að sjálfkrafa skila skjalinu aftur til baka þar sem að skjalið er vistað.

2) Signet Forms
Á vefsvæði viðkomandi fyrirtækis/stofnunar er form sem þarfnast undirritunar. Þegar undirritandi hefur fyllt út nauðsynlegar upplýsingar er undirritandinn ásamt skjalinu sem á að undirrita sendur yfir á undirritunarsíðu Signet. Þar er skjalið undirritað. Að undirritun lokinni er notandanum og skjalinu skilað aftur tilbaka á vefsvæði viðkomandi fyrirtækis/stofnunar.

3) Signet Core
Öll samskipti við notandann er tengjast undirritun skjala fer fram á vefsvæði viðkomandi fyrirtækis/stofnunar. Öll forritun á því hvernig skjalið er meðhöndlað og birt notandananum er á ábyrgð viðkomandi fyrirtækis/stofnunar. Þegar að undirritun kemur er skjalið sent til Signet sem sér um að útbúa langtíma undirritun sem síðan er komið fyrir í PDF skjalinu á vefsvæði viðkomandi fyrirtækis/stofnunar.

4) Signet Seal
Þessi leið hentar til dæmis vel fyrir upprunavottun rafrænna skjala, til að sýna frá hverjum skjalið er komið og að það hafi ekki breyst eftir útgáfu þess. Viðkomandi fyrirtæki/stofnun sendir PDF skjal inn í vefþjónustulag Signet. Signet móttekur skjalið, innsiglar það með innsiglis skilríki viðkomandi fyrirtækis/stofnunar og skilar svo innsiglaða skjalinu til baka til viðkomandi innsendanda. Gott dæmi hér er innsiglun rafrænna reikninga, en ekki má móttaka rafræna reikninga inn í bókhald nema að upprunavottun skjalsins sé tryggð.

Í einhverjum tilfellum (fer eftir vefskoðara) getur verið að það birtist ekki myndir af skjalinu sem á að undirrita. Ýtið á Refresh (F5) til að myndirnar birtist.Í meðfylgjandi skjali er persónuverndarstefna Signet
PDF skjal

Signet býður eingöngu upp á rafrænar undirritanir með skilríkjum útgefnu af Fullgildu Auðkenni. Signet styður bæði skilríki í síma og á kortum.

Skilríki eru gefin út af Auðkenni, frekari upplýsingar er hægt að nálgast á vef þeirra audkenni.is.

Hægt er að athuga stöðuna á skilríkjum með því að heimsækja þjónustuvef Auðkennis

Stilla þarf Adobe Reader til að treysta öllum rótarskilríkjum sem sett eru upp í skilríkjageymslu viðkomandi vélar
Í vélum með Windows stýrikerfi er þetta gert á eftirfarandi hátt:
• Adobe Reader opnaður
• Farið í Edit og Preferences valið
• Farið í Signatures og hægra megin í liðnum um Verification er smellt á „More“.• Í „Windows intergration“ er hakað við „Validating Signatures“ og „Validating Certified Documents“.• Að þessu loknu er ýtt á „OK“ og Adobe Reader endurræstur. Þetta þarf einungis að gera í einu sinni fyrir hverja vél.
• Eftir að þetta hefur verið gert kannar Adobe Reader sjálfkrafa hvort undirritun sé í lagi um leið og skjal er opnað (sjá græna hakið á myndinni hér á eftir). Einnig má hægri smella á undirrituna og velja „Validate signature“
Rafræn undirskrift er tækni til að sanna tengsl á milli gagna og einstaklinga eða lögaðila. Undirskriftin er framkvæmd með rafrænum skilríkjum sem byggja á vottuðum dreifilykli og einkalykli notanda. Við rafræna undirritun er tætigildi skjals dulritað með einkalykli notanda sem síðan er tengt við vottaðan dreifilykil notanda skilríkjanna. Rafræna undirritunin samanstendur því af dulrituðu tætigildi viðkomandi skjals ásamt vottuðum dreifilykli notanda.

Rafræn undirritun er gerð með rafrænum skilríkjum (auðkenniskort eða sími með rafrænum skilríkjum) og er jafngild undirskrift á pappír. Skjöl sem eru undirrituð rafrænt með Signet eru með vottuðum tíma sem og vottun á að sá sem undirritar er sá sem hann segist vera. Í ljósi þessa er ekki lengur þörf á sérstökum vottum að undirritun þegar skjöl eru rafrænt undirrituð með Signet.

Þegar undirritanir eru framkvæmdar í Signet, þá gengur kerfið úr skugga um að undirritunin sé gild, þannig að notendur geta treyst því að undirritanir framkvæmdar með Signet eru gildar og standast gagnavart lögum.

Einnig er hægt að fara inn á signet.is og velja þar staðfesta þar er hægt að hlaða inn skjölum og sannreyna að undirritanir eru í lagi.

Signet undirritanir eru langtíma undirritanir, þannig að þær innhalda öll sönnunargögn sem þarf til að sannreyna undirritunina. Signet undirritanir eru því enn í fullu gildi þó svo að skilríki þín hafi runnið út eftir að undirritunin var framkvæmd.

Já, rafrænar undirritanir eru löglegar. Þær standast kröfur laga nr. 55/2019 til fullgildra undirritana og jafngilda hefðbundinni undirritun með penna.

Rafrænar undirritanir eru stærðfræðilegt fyrirbrigði sem er þannig úr garði gert að með nútíma tækni er ekki neinn möguleiki á að falsa undirritunina. Strangt vottunarferli við útgáfu rafrænna skilríkja tryggir að hægt er að treysta því að réttur aðili sé á bak við viðkomandi undirritun. Fyrir öllu þessu liggja rekjanlegir ferlar og skrár þannig að alltaf er hægt að sanna tengsl undirritanda og viðkomandi undirritunar.

Við hefðbunda undirritun er ekkert sem sannar tengsl undirritanda við viðkomandi undirritun, þó svo að rithandar sérfræðingar geti leitt líkur að því að viðkomandi undirritun hafi verið framkvæmd af viðkomandi undirritanda.

Rafrænar undirritanir notast við örugg og áreiðanleg reiknialgrím sem eru eins örugg og mögulegt er.

Í meðfylgjandi skjali er persónuverndarstefna Signet
PDF skjal

Þar sem rafræn skilríki á síma notast við dreifikerfi símafyrirtækjanna þá geta skilaboð verið lengi að berast eða jafnvel týnst. Ef slíkt gerist er best að bíða í u.þ.b. 10mín og reyna aftur síðar